Við kynnum snjallforritið Curio APP sem veitir starfsmönnum góða yfirsýn á tíma og verkefni sín. Starfsmenn geta stimplað sig á milli verkefna, skoðað tímaskýrslu sína og persónuleg verkefni. Ef þeir hafa leyfi þá geta þeir einnig lagað tímaskýrslur sínar sjálfir í farsíma.  Allar breytingar eru gagnsæjar og stjórnendur Curio Time sjá rauntíma áður en þeim var breytt af starfsmanni. Starfsmenn geta einnig tekið mynd af verkefni og vistað beint inn í verkefnastjóra Curio Time

Aðgangsorð

Starfsmenn þurfa "ekki" að skrá aðgangsorð sitt þegar þeir stimpla sig inn eða út frá vinnu.

Orlof og orlofsbeiðnir

Starfsmenn geta sent inn beiðni um orlof frá appinu inn í Curio Time og fengið staðfestingu á orlofstíma staðfest inni í Curio App.

GPS skráning á kort

Appið er GPS tengt og fer staðsetning inn í Curio Time við innstimplun og útstimplun ef það er virkt í Curio Time.

Verkefni

Starfsmenn geta stimplað sig með aðgangsorði á milli verkefna án þess að stimpla sig út úr vinnu. Hægt er að skoða nákvæma tímaskráningu pr. verkefni í Curio Time og Curio Office.

Taktu mynd af verkinu

Þú getur tekið mynd í Curio App af verkefni áður en þú byrjar á því eða eftir á og vistast þá myndin inn í verkefnið þitt. Það fylgir 2GB diskapláss öllum áskriftum.

Skilaboð

Hægt að skrifa og senda skilaboð til launafulltrúa.
Image

Íslenska og enska

Viðmót appsins er bæði á íslensku og ensku.
Image

Batterí

Tímaskráning heldur áfram inni í appi ef rafhlaðan klárast því appið er tengt inn í stjórnborð Curio Time. Skráning glatast því ekki þó síminn dettur út eða batterí klárast.
Image

Upplifun skiptir máli

Upplifun notenda Curio App var lykilatriði í allri hönnun hjá okkur. Viðmótið er hannað sem einfaldast og auðvelt er að læra og notast við forritið.
Image

Byrjum daginn með bros á vör :)

Einn brandari á dag kemur skapinu í lag :) Brandarinn birtist við innstimplun :) Starfsmenn geta deilt brandaranum :) Veldu viskuorð eða brandara við innstimplun:) Vel valdir brandarar - sendu okkur þinn :) o.fl. o.fl. :)

Curio App birtir einn góðan brandara í upphafi vinnudags og ýtir þannig undir ánægju í starfi. Curio Time er með yfir 300 brandara sem geta birst óreglulega við innstimplun yfir árið. Hægt að breyta stillingum í viskuorð eða hafa slökkt á þessum valmöguleika. Ef þú kannt "EINN GÓÐANN" þá endilega senda okkur hér í chattinu og við deilum honum með notendum Curio Time :)
Image

Varst þú á staðnum og hve lengi varstu að vinna?

Ef þú merkir staðsetningu starfsmanns á kort og skráir tímann þegar hann kemur til eða frá vinnu þá hefur starfsmaður sannað viðveru sína og óvissan sem margir eru að lenda í með inn og útstimplun og tímaskráningu er úr sögunni. Til að sanna tíma og viðveru starfsmanna fyrir viðskiptavinum er gott að nota GPS tímaskráningakerfi sem sýnir hvar starfsmaður var staðsettur þegar hann kom eða fór frá vinnustað.

Uppfærslur

Við gefum reglulega út uppfærslur fyrir Curio App og uppfærist Android forritið sjálfkrafa en það þarf að haka við í IOS útgáfunni hvort notandi vilji uppfæra sjálfkrafa

Algengar spurningar:

Hvernig virkar 30 daga prufuáskrift?
Þegar við bjóðum upp á 30 daga prufuáskrift, þá er hún algjörlega ókeypis og engar skuldbindingar (ekkert kreditkort og engin undirskrift). Eftir nokkra virka daga þá könnum við sannleiksgildi skráningar með því að hringja, senda sms eða senda þér e-mail og spyrjum þig hvort þú viljir halda áfram eða hvort þér vanti einhverja aðstoð við uppsetninguna. Ef þér líst vel á kerfið og ætlar að halda áfram þá getur notað prufuaðgangin áfram og þú þarft ekki að byrja upp á nýtt. Við sendum þá í framhaldinu fyrirtæki þínu reikning mánaðarlega miðað við skráningu þína og starfsmannafjölda. Ef þú ætlar ekki að halda áfram þá verður aðgangi þínum lokað á 30 degi frá skráningu.